Chelsea fór illa að ráði sínu í markalausa jafnteflinu gegn Brentford um helgina en Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var hins vegar mjög sáttur með frammistöðuna.
Chelsea skapaði sér fullt af færum og átti fjölmargar skottilraunir, en það var ekki nóg til þess að sækja öll stigin.
Ítalinn var ánægður með að liðið hafi skapað sér mörg færi.
„Ég held að við höfum skorið tuttugu sinnum eða meira. Það eina sem vantaði var markið en á heildina litið var þetta góð frammistaða,“ sagði Maresca.
Chelsea spilaði á fimmtudag gegn Tottenham og ákvað hann því að gera breytingar til þess að gefa mönnum hvíld.
„Við spiluðum á fimmtudagskvöld, þannig hugmyndin var að byrja leikinn á einn hátt og klára hann á annan. Planið gekk næstum því upp en það vantaði bara markið.“
„Við getum alltaf bætt okkur ekki bara í þessum leik heldur almennt. Þú hefur gert meira en nóg ef þú skýtur 20 sinnum í átt að marki.“
Maresca segir það jákvætt að Chelsea sé enn í tveimur keppnum, en liðið þykir sigurstranglegast í Sambandsdeild Evrópu. Hann vill vinna alla leiki.
„Það er erfitt en á sama tíma mjög notalegt því það það þýðir að við erum nálægt endalínunni.“
„Þegar þú ert stjóri Chelsea þá verður þú að vinna alla leiki, ekki bara í Sambandsdeildinni. Pressan er alltaf sú sama,“ sagði Ítalinn við fjölmiðla.
Athugasemdir