Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 10:24
Elvar Geir Magnússon
Hættur hjá Dýrlingunum eftir fallið
Króatinn Ivan Juric.
Króatinn Ivan Juric.
Mynd: EPA
Ivan Juric hefur yfirgefið Southampton eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni. Það eru sjö umferðir eftir en örlög Dýrlingana réðust eftir 3-1 tap gegn Tottenham um helgina.

Simon Rusk, sem er í þjálfarateyminu, mun taka við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið. Adam Lallana verður meðal aðstoðarmanna hans.

Southampton hefur átt mjög erfitt tímabil og mögulegt er að liðið skrái sig á spjöld sögunnar með minnstu stigasöfnun í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Southampton hefur tapað 25 leikjum á tímabilinu, aðeins unnið tvo, og eru með 10 stig. Derby County fékk 11 stig tímabilið 2007-08.

Juric tók við Southampton í desember, eftir að Russell Martin var rekinn, en náði ekki að snúa gengi liðsins við eftir bratta byrjun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
5 Man City 31 15 7 9 57 40 +17 52
6 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
7 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 31 12 6 13 51 47 +4 42
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
15 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 31 2 4 25 23 74 -51 10
Athugasemdir
banner