Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði sjötta mark sitt á tímabilinu í 1-1 jafntefli Inter Miami gegn Toronto í MLS-deildinni í nótt.
Messi hefur verið heitur í byrjun leiktíðar og sést ekki að hann sé á 38. aldursári.
Inter Miami lenti undir eftir að ítalski sóknartengiliðurinn Federico Bernardeschi lék varnarmenn Miami-liðsins grátt en Messi svaraði um leið með góðu skoti úr miðjum teignum.
Þetta var sjötta mark Messi í öllum keppnum á tímabilinu og er Inter Miami í 2. sæti Austur-deildarinnar með 14 stig, aðeins stigi frá toppnum.
IMMEDIATE RESPONSE FROM MESSI. ????
— Major League Soccer (@MLS) April 7, 2025
What a strike to pull it level in South Florida. pic.twitter.com/FAbGekqfAI
Athugasemdir