Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjötta mark Messi á tímabilinu
Lionel Messi heldur áfram að raða inn mörkum
Lionel Messi heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði sjötta mark sitt á tímabilinu í 1-1 jafntefli Inter Miami gegn Toronto í MLS-deildinni í nótt.

Messi hefur verið heitur í byrjun leiktíðar og sést ekki að hann sé á 38. aldursári.

Inter Miami lenti undir eftir að ítalski sóknartengiliðurinn Federico Bernardeschi lék varnarmenn Miami-liðsins grátt en Messi svaraði um leið með góðu skoti úr miðjum teignum.

Þetta var sjötta mark Messi í öllum keppnum á tímabilinu og er Inter Miami í 2. sæti Austur-deildarinnar með 14 stig, aðeins stigi frá toppnum.


Athugasemdir