Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 09:58
Elvar Geir Magnússon
Bálreiður Bellingham tók reiðina út á VAR skjánum
Mynd: EPA
Real Madrid tapaði fyrir Valencia á laugardaginn en það var tíunda tap tímabilsins hjá liðinu. Hugo Duro skoraði sigurmarkið á 95. mínútu.

Jude Bellingham hefur stundum átt erfitt með að hemja pirringinn á tímabilinu og fengið slatta af spjöldum.

Þegar hann yfirgaf völlinn á laugardaginn sparkaði hann af krafti í VAR skjáinn við hliðarlínuna. Dómarinn skrifaði ekki um atvikið í skýrslu sína og Bellingham fær ekki refsingu.

VAR skarst tvisvar í leikinn gegn Valencia, í annað sinn tók það mark af Real Madrid þar sem Kylian Mbappe var rangstæður.

Spænskir fjölmiðlar beindu sjónum sínum ekkert að dómgæslunni í leiknum heldur frekar dapri frammistöðu Real Madrid.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 30 21 4 5 83 29 +54 67
2 Real Madrid 30 19 6 5 63 31 +32 63
3 Atletico Madrid 30 17 9 4 49 24 +25 60
4 Athletic 30 14 12 4 46 24 +22 54
5 Villarreal 29 13 9 7 51 39 +12 48
6 Betis 30 13 9 8 41 37 +4 48
7 Celta 30 12 7 11 44 43 +1 43
8 Real Sociedad 30 12 5 13 30 32 -2 41
9 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
10 Mallorca 30 11 7 12 29 37 -8 40
11 Getafe 30 10 9 11 30 25 +5 39
12 Sevilla 30 9 9 12 34 41 -7 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Valencia 30 8 10 12 34 47 -13 34
15 Girona 30 9 7 14 37 46 -9 34
16 Espanyol 29 8 8 13 31 40 -9 32
17 Alaves 30 7 9 14 33 44 -11 30
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 30 6 8 16 34 51 -17 26
20 Valladolid 30 4 4 22 19 69 -50 16
Athugasemdir
banner
banner