Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   sun 06. október 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Mynd: UMFN
Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn inn sem fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna eftir að kvennadeild Grindavíkur sameinaðist kvennadeildinni í Njarðvík í haust.

Gylfi mun því stýra Grindavík/Njarðvík í Lengjudeildinni á næsta ári og gerir hann samning við félagið sem gildir til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2027.

Gylfi starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK og sá einnig um yngriflokka þjálfun þar. Hann býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ og þá er hann mikill áhugamaður um neðri deildirnar í íslenska boltanum, þar sem hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa haldið uppi hlaðvarpsþáttunum Ástríðan sem fjölluðu um neðri deildir karla en hættu á síðasta ári - auk þess að hafa starfað sem dómari.

Markmið Gylfa í nýju starfi verður að byggja upp öflugt lið þar sem ungar stelpur fá tækifæri til að blómstra.





Athugasemdir
banner