Leikur Víkings og Stjörnunnar í efri hluta Bestu deild karla hefst á eftir klukkan 17:00. Byrjunarliðin hafa verið byrt fyrir leikinn og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir gera á sínum liðum
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir 3 breytingar á liði sínu frá því að þeir fóru til Kýpur síðasta fimmtudag og töpuðu 4-0 í Sambandsdeildinni. Það eru markmanns skipti þar sem Pálmi Rafn Arinbjörnsson kemur inn í marki en Ingvar Jónsson sest á bekkinn. Viktor Örlygur Andrason og Helgi Guðjónsson koma einnig inn í liðið. Nikolaj Hansen sest á bekkinn en Tarik Ibrahimagic er ekki með þar sem hann er í leikbanni.
Jökull Elísabetarsson þjálfari Stjörnunnar Gerir eina breytingu á sínu liði sem vann ÍA 3-0 í síðustu umferð. Það er Daníel Laxdal sem kemur inn í liðið en Sigurður Gunnar Jónsson er ekki með þar sem hann er í leikbanni.
Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson