Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 06. október 2024 14:00
Sölvi Haraldsson
Havertz tekinn úr þýska hópnum vegna meiðsla
Kai Havertz í leik á Evrópumótinu í sumar.
Kai Havertz í leik á Evrópumótinu í sumar.
Mynd: EPA

Kai Havertz hefur verið tekinn úr þýska landsliðshópnum þar sem hann er að glíma við meiðsli í hnénu sínu.


Havertz hefur spilað mjög vel í byrjun þessara leiktíðar með Arsenal en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í ensku úrvalsdeildinni. 

Þjóðverjinn spilaði allan leikinn í gær þegar Arsenal sigraði Southampton 3-1 á Emirates en Havertz skoraði í þeim leik. 

Jonathan Burkardt hefur verið kallaður upp í hópinn fyrir Havertz af Julian Nagelsmann, stjóra þýska landsliðsins í dag. Þýska landsliðið eiga tvo leiki í þjóðardeildinni gegn Bosníu og Hollandi. 

Næsti leikur Arsenal er 19. október gegn Bournemouth á útivelli en það er spurinng hversu alvarleg meiðsli Havertz séu og hvort hann verði tibúin fyrir þann útileik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner