Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með markalausu jafntefli gegn Val um helgina og hefur Ásta Eir Árnadóttir ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir ævintýri sitt með uppeldisfélaginu.
Ásta Eir, fædd 1993, hefur alla tíð leikið fyrir Breiðablik. Hún var í lykilhlutverki upp yngri landslið Íslands og spilaði svo 12 A-landsleiki.
Hún á 256 skráða KSÍ-leiki með Blikum, þar af 176 í efstu deild og marga sem fyrirliði.
Ásta lék 22 deildarleiki í sumar og 4 leiki í Mjólkurbikarnum, en Blikar töpuðu úrslitaleik bikarsins gegn Val.
Sjáðu kveðjumyndband Ástu
Athugasemdir