Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. nóvember 2022 20:08
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns sagður vera að snúa aftur til FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá orðrómur að Heimir Guðjónsson sé að taka við liði FH á nýjan leik verður sífellt háværari. Heimir er án starfs eftir að hann var látinn fara frá Val í sumar og FH hefur ekki staðfest þjálfaramál sín fyrir næsta tímabil.

Heimir stýrði FH til fimm Íslands­meist­ara­titla sem aðalþjálf­ari, síðast 2016, og eins bikar­meist­ara­titils. Heim­ir var lát­inn fara frá FH haustið 2017.

Síðan þá hefur Heimir stýrt HB til Færeyjameistaratitilsins og bikarmeistaratitilsins og gerði Val að Íslandsmeisturum 2020.

Sigurvin Ólafsson stýrði FH í lokaleikjum liðins tímabils en FH var í fallbaráttu og náði að bjarga sér í lokin. Sigurvin sagði í viðtölum í lok tímabils að hann yrði áfram með FH á næsta ári.

Jón Erling Ragnarsson, formaður meistaraflokksráðs FH, sagði við Fótbolta.net á fimmtudag að tíðinda væri að vænta frá félaginu í þessari viku.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson á leið til FH frá Keflavík en það verður væntanlega tilkynnt á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner