Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tap hjá Íslandi í vináttuleiknum umdeilda
Höskuldur Gunnlaugsson spilaði allan tímann og fékk fyrirliðabandið undir lokin.
Höskuldur Gunnlaugsson spilaði allan tímann og fékk fyrirliðabandið undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sádi-Arabía 1 - 0 Ísland
1-0 Saud Abdulhamid ('25 )
Lestu um leikinn

Ísland þurfti að sætta sig við tap gegn Sádí-Arabíu í vináttuleiknum umdeilda í dag.

Það hefur verið talsvert gagnrýnt að KSÍ hafi samþykkt að spila vináttuleik við Sáda í ljósi mikilla mannréttindabrota í landinu.

En leikurinn fór fram og voru það Sádar sem fóru með sigur af hólmi. Saud Abdulhamid skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en markið var vægast sagt klaufalegt af hálfu Íslendinga.

Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá íslenska liðinu, en seinni hálfleikurinn var klárlega skárri. Óttar Magnús Karlsson fékk án efa besta færi Ísland í leiknum þegar hann skóflaði boltanum yfir í markteignum.

Á einum tímapunkti voru sex leikmenn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks saman inn á vellinum.

Lokatölur 1-0 en Ísland mætir næst Suður-Kóreu á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner