Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 07. febrúar 2023 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerðist fljótt eftir leikinn gegn Víkingi - „Meiri séns á að verða betri leikmaður"
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék með U19 á síðasta ári.
Lék með U19 á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sveinn Gísli Þorkelsson var á dögunum keyptur til Víkings frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Gilli, eins og hann er oft kallaður, er örvfættur varnarmaður sem bæði getur spilað sem miðvörður og bakvörður. Hann er nítján ára (2003) og æfir þessa dagana með U21 landsliðinu.

„Þetta er búið að vera geggjað, náttúrulega svolítil breyting frá ÍR, bara stemning og gaman. Það er gaman að komast í annað umhverfi. Það er meira æfingaálag og meiri gæði, meiri séns á að verða betri leikmaður hjá stærra félagi þar sem gæðin eru meiri," sagði Gilli við Fótbolta.net.

„Þegar ég sá að möguleikinn var í boði og sá að það komu tilboð frá öðrum klúbbum þá hafði ég áhuga á því að taka skrefið. Ég var spenntur fyrir því þegar ég heyrði menn segja að ég gæti tekið það skref."

Er skemmtilegt að vera einn af eftirsóttu bitunum á markaðnum? „Það er alveg gaman. Það komu tilboð frá nokkrum liðum og ég hafði bara gaman af því."

Víkingur sýndi Gilla áhuga stuttu eftir leik liðanna í Reykjavíkurmótinu. „Þeir höfðu samband við stjórnina í ÍR og þetta gerðist fljótt eftir það. Ég var strax spenntur, Víkingur flottur klúbbur."

„Arnar (Gunnlaugsson) seldi mér þetta, þurfti þess kannski ekki mikið, ég var strax mjög spenntur fyrir þessu."


Hjá Víkingi hittir Gilli fyrir fyrrum landsliðsmiðverðina Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen sem geta eflaust miðlað einhverju til efnilegs varnarmanns. Kári er yfirmaður fótboltamála og Sölvi er aðstoðarþjálfari.

Veit hann í hvaða hlutverki hann verður á komandi tímabili? „Já og nei. Til framtíðar er ég hugsaður sem hafsent. Núna er ég bæði hafsent og bakvörður. Ég var alltaf hafsent með ÍR en að undanförnu hef ég verið að spila bakvörð. Ég get spilað bæði."

Fékk hann ráðleggingar áður en hann ákvað að fara frá ÍR í Víking?

„Þjálfararnir Árni (Freyr Guðnason) og Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson), þeir voru mjög þægilegir í samskiptum varðandi skiptin og svo voru menn í kringum mig sem sögðu mér að þetta væri gott skref. Ég spilaði líka með Alex Bergmann (syni Arnars Gunnlaugssonar) og hann var svolítið að selja mér þetta líka, skiljanlega." Það var einmitt eftir að Árni tók við síðasta sumar sem Gilli byrjaði að spila sem bakvörður. Áður, undir stjórn Arnars Hallssonar, lék hann sem miðvörður.

Hann æfir þessa dagana með U21 landsliðinu. Á síðasta ári lék hann sinn fyrsta unglingalandsleik, lék gegn Rúmeníu í undankeppni EM með U19 landsliðinu.

„Það er veisla að fá kallið. Ég þekki nokkra í hópnum, góður hópur og bara gaman."

Kom þér á óvart að vera valinn? „Já, pínu. Ég var með U19 og fannst ég vera ágætur þar, mér finnst ég alveg eiga skilið að vera þar," sagði Gilli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner