Elvar Páll Sigurðsson, framherji Leiknis var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins í 1.umferð Inkasso deildarinnar í dag.
Hann skoraði sjálfur fyrsta markið í leiknum áður en Árni Arnarson bætti við úr víti undir lokin.
Hann segir sigurinn verðskuldaðann.
Hann skoraði sjálfur fyrsta markið í leiknum áður en Árni Arnarson bætti við úr víti undir lokin.
Hann segir sigurinn verðskuldaðann.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Þór
„Ég myndi klárlega segja það, þetta var verðskuldaður sigur heilt yfirlitið."
„Við spiluðum eins og við lögðum upp með, við vorum ákafir í byrjun. Þetta datt soldið niður síðasta korterið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var góður, við fengum fullt af færum."
Eins og áður segir skoraði Elvar í dag og fékk hann fleiri færi til að bæta við.
„Ég skoraði í dag og fékk nokkur færi í viðbót til að skora fleiri en alltaf gott að skora og gaman að byrja á marki."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir