Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 07. október 2016 12:03
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hlíðarenda
Sigurður Egill skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Val
Við undirskriftina í dag.
Við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val

Vængmaðurinn var samningslaus eftir tímabilið en hann hefur nú ákveðið að vera áfram á Hlíðarenda.

Sigurður kom til Vals árið 2013 en hann er uppalinn hjá Víkingi R. Hann á að baki, 72 deildarleiki með Val ásamt því að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Hinn 24 ára gamli Sigurður, hafði verið orðaður við lið eins og KA á undanförnum vikum en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Val en Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfarar liðsins, skrifuðu einnig undir nýjan samning á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner