þri 08. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Kominn í gang hjá ÍBV - Erfið ákvörðun „en handviss um að ég hafi valið rétt"
Lengjudeildin
Félagsskiptin staðfest.
Félagsskiptin staðfest.
Mynd: ÍBV
Jökull Andrésson talar stanslaust
Jökull Andrésson talar stanslaust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefði viljað meiri ábyrgð og fleiri tækifæri hjá Blikum
Hefði viljað meiri ábyrgð og fleiri tækifæri hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú mörk í sex leikjum með Grindavík í fyrra.
Þrjú mörk í sex leikjum með Grindavík í fyrra.
Mynd: Grindavík
Guðjón Pétur hjálpaði til við að fá Stefán til Vestmannaeyja.
Guðjón Pétur hjálpaði til við að fá Stefán til Vestmannaeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjössi Hreiðars og Óli Brynjólfs
Bjössi Hreiðars og Óli Brynjólfs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson gekk í raðir ÍBV á láni undir lok félagsskiptagluggans í maí. Stefán er tvítugur sóknarmaður sem var á láni hjá Grindavík hluta af síðustu leiktíð en hann er samningsbundinn Breiðabliki.

Stefán meiddist í fyrsta (bikar)leik með ÍBV en sneri til baka síðasta föstudag og skoraði fyrra mark ÍBV í 2-2 endurkomu jafntefli gegn Kórdrengjum í Lengjudeildinni. Fótbolti.net hafði samband við Stefán Inga og ræddi málin við hann.

Erfið ákvörðun en viss um að hún var sú rétta
Talað um þú varst nálægt því að fara til Grindavíkur, var það vel á vel veg komið? Hvernig þróuðust málin þessa síðustu daga fyrir skiptin? Kom ekki til greina að vera hjá Blikum í sumar?

Var það þín hugmynd að fara í ÍBV undir lok gluggans?

„Þessi ákvörðun að fara í ÍBV var algjörlega mín, það losnaði staða og þetta var tækifæri sem mér fannst mjög spennandi. Og þótt ég noti skó númer 47 2/3 þá var þessi staða þannig að óhætt var að segja að þetta hafi verið stórir skór að fylla," segir Stefán.

Eins og frægt er orðið kom upp sú staða að Gary Martin þurfti að finna sér nýtt félag og gekk hann í raðir Selfoss.

„Þetta kom upp mjög seint í glugganum og því hafði ég í raun bara einn dag til að taka ákvörðun því ég ætlaði að ná bikarleik sem var þá stutt í. Ég hafði átt gott spjall við Óskar og Dóra (þjálfara Breiðabliks) um stöðu mína í Blikum og það var alveg ljóst að ég myndi ekki fá þær mínutur sem ég þyrfti."

Einhverjar sögur voru um að Stefán gæti verið á leið til Grindavíkur á láni.

„Ég hafði verið í einhverju sambandi við Bjössa og Ólaf (þjálfara Grindavíkur) varðandi mögulegt sumar hjá Grindavík aftur en þá var mín staða í Blikum ekki nógu skýr til að gefa einhver svör."

„Planið var að mæta heim (frá Bandaríkjunum, meira um það síðar) og æfa með Blikum í 2 vikur og sjá svo hverjir möguleikarnir á spiltíma væru. Ég frétti svo af áhuganum frá ÍBV og fannst þetta mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig til þess að stimpla mig almennilega inn."

„Ég var í miklu sambandi við Guðjón Pétur sem ég þekki vel frá tíma hans hjá Blikum og ákvað að taka þessa áskorun. Ég átti mjög góðan mánuð með Grindavík í fyrra, var ánægður með þjálfarana og eignaðist góða vini og því var ákvörðunin erfið. Ég hafði stuttan tíma til að taka ákvörðun en er handviss um að ég hafi valið rétt."


Versta mögulega byrjunin
Meiðslin, hvað er það sem gerist og ertu orðinn 100% núna?

„Þetta var í raun versta mögulega byrjun sem ég gat fengið, meiðist í fyrsta leik, tognaði aftan í læri. Ekki frábær byrjun og það var mjög erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni því mig langar alltaf að spila."

„Liðið lenti í smá mótlæti í byrjun móts en brást svo mjög vel við enda hörku lið. Ég er loksins orðinn heill núna, 4 vikum seinna, tók seinni hálfleikinn á móti Kórdrengjum í deildinni og leið vel. Allir í kringum mig voru hinsvegar stressaðir þar sem meiðslin koma á móti Kórdrengjum og sjúkrateymið taldi að ég yrði 6 vikur að koma mér aftur á völlinn."

„Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og þakklátur fyrir allan stuðninginn og aðhlynningu sem ég fékk frá bæði ÍBV og Breiðablik. Það er auðvitað mikið sjokk fyrir Helga (þjálfara ÍBV) að missa leikmann í meiðsli sem var nýkominn að láni en það var samt aldrei pressa á mig að gera eitthvað sem líkaminn var ekki tilbúinn í og er ég mjög þakklátur því að hafa þannig fólk að sjá um mann. Leikmenn ÍBV tóku líka mjög vel á móti mér og hjálpuðu mér í gegnum þessi meiðsli."


Mikilvægt að komast á blað en svekkelsi að vinna ekki
Gott að vera kominn á blað strax í fyrsta leik eftir meiðsli?

„Já, það er alltaf mikilvægt að komast á blað sem fyrst með nýju liði og sérstaklega eftir meiðsli. Ég er hinsvegar mjög svekktur að við höfum ekki náð að klára þennan leik, það er í raun það sem situr eftir frá föstudeginum."

Á að fara til Boston snemma í ágúst
Hvernig líst þér á sumarið með ÍBV?

„Mér líst mjög vel á þetta sumar, er spenntur að byrja þetta á fullu núna. Þetta er gott lið sem stefnir langt og ég mun auðvitað gera mitt allra besta til að hjálpa liðinu að ná þeim árangri sem stefnt er á. Ég næ því miður ekki að klára tímabilið með ÍBV því ég á að mæta til Boston síðasta lagi 10 ágúst. Ég mun reyna að lengja veru mína á Íslandi en hvort það heppnist er undir þjálfaranum í háskólanum."

Stefán spilar með háskólaliði í Boston og var hann betur spurður út í það í seinni hluta viðtalsins sem birtist seinna í dag.

Sáttur með tímann í Grindavík - Vildi fleiri tækifæri í grænu
Stefán skoraði þrjú mörk með Grindavík í fyrra og tvö mörk með Blikum í Mjólkurbikarnum. Hann lék fjóra leiki með Blikum í Pepsi Max-deildinni og var valinn í lið 11. umferðar hér á Fótbolta.net

Varstu sáttur með tímabilið í fyrra?

„Ég var sáttur með hvernig ég nýtti þær mínútur sem ég fékk í fyrra en hefði auðvitað viljað fá meiri ábyrgð og fleiri tækifæri. Spiltíminn var ekki nægilega mikill og því ákvað ég að fara á lán til Grindavíkur þar sem ég sá fram á að spila mikið."

„Ég náði hinsvegar bara 6 leikjum þar sem ég var kallaður til baka í glugganum en er sáttur með tímann í Grindavík og leið vel þar. Ég fékk aðeins fleiri mínútur eftir að ég kom úr láni en mér fannst ég vera tibúinn í stærra hlutverk og fleiri mínútur."


Jökli hent fyrir rútuna og sérpantaðir skór
Tvær spurningar að lokum úr Hin hliðin. Þú talar um að Jökull (Andrésson) haldi ekki kjafti, nær það að trufla sóknarmenn inn á vellinum?

„Jökull er frábær náungi þó hann tali mjög mikið inná vellinum. Það truflar mig í raun ekkert þegar andstæðingar tala mikið, þegar leikurinn er í gangi pæli ég ekkert í því. Ég vissi bara að hann tæki þessu ekkert illa þannig ákvað að henda honum fyrir rútuna."

Stefán kom inn á skóstærðina í upphafi viðtals. Þarftu alltaf að sérpanta skó?

„Ég er í stærð 47 2/3 í fótboltaskóm eins og kom fram áðan, sem þýðir sérpöntun því þeir fara flestir upp í 46," sagði Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner