Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cannavaro náði ekki samkomulagi við Udinese
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn fyrrverandi Fabio Cannavaro, sem vann HM með ítalska landsliðinu 2006, mun ekki þjálfa Udinese á næstu leiktíð.

Hann náði ekki samkomulagi við stjórnendur félagsins og er því frjáls ferða sinna eftir að hafa gert magnaða hluti við stjórnvölinn í Údíne.

Cannavaro tók við Udinese í lok apríl þegar liðið var í fallsæti og átti aðeins eftir að spila sex leiki. Undir hans stjórn tapaði Udinese fyrsta leiknum gegn Roma en nældi sér svo í 9 stig úr síðustu 5 leikjunum til að forðast fall, þar sem Udinese endaði tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Cannavaro hefur áður stýrt Benevento, kínverska landsliðinu, Al-Nassr, Al-Ahli og tveimur stórliðum í kínversku deildinni. Hann var valinn sem þjálfari ársins í Kína 2017.

Það verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á þjálfaraferli Cannavaro, sem er 50 ára gamall og lék meðal annars fyrir Inter, Juventus og Real Madrid á ferli sínum sem leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner