PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Iling-Junior stóðst læknisskoðun hjá Aston Villa
Mynd: EPA
Kantmaðurinn efnilegi Samuel Iling-Junior er búinn að standast læknisskoðun hjá Aston Villa. Hann er á leið til félagsins frá Juventus í skiptidíl fyrir Douglas Luiz.

Aston Villa fær einnig argentínska miðjumanninn Enzo Barrenechea frá Juve og lýkur hann læknisskoðun í dag.

Juventus borgar um 25 milljónir evra með þessum tveimur leikmönnum til að kaupa brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz, sem er með brasilíska landsliðshópnum sem tekur þátt í Copa América þessa dagana.

Iling-Junior er tvítugur kantmaður sem hefur verið lykilmaður upp yngri landslið Englands. Barrenechea er 23 ára og átti gott tímabil á láni hjá Frosinone á síðustu leiktíð.

Talið er að báðir leikmenn muni gera fimm ára samninga við Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner