PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Nacho: Vil nýja upplifun í lok ferilsins
Nacho með Meistaradeildarbikarinn.
Nacho með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho hefur yfirgefið Real Madrid eftir að hafa unnið 26 bikara á 23 ára ferli hjá Real Madrid.

Spænski varnarmaðurinn er að ganga í raðir Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu. Hann er 34 ára og gekk í raðir akademíu Real þegar hann var tíu ára gamall.

Hans síðasti leikur var 2-0 sigurinn gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði og þar með varð hann einn af fimm leikmönnum sem hafa unnið sex Evróputitla með félaginu.

„Þetta hafa verið mánuðir af íhugun, ákvörðunarleysi og efasemdum en ég til mig á endanum þurfa nýja upplifun í lok ferilsins. Þetta er hin fullkomna tímasetning," segir Nacho sem á 26 landsleiki að baki fyrir Spán.

Nacho vann fjóra Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, fimm HM félagsliða, fjóra Ofurbikara Evrópa og fimm spænska Ofurbikara.

„Nacho hefur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu síðan hann kom hingað sem krakki," segir Florentino Perez, forseti Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner