Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Beðnir um að vernda dómarana - „Má ekki alltaf halda kjafti"
Rúnar Kristins og Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, á hliðarlínunni á Akureyri.
Rúnar Kristins og Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, á hliðarlínunni á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sigurður Hjörtur dæmdi leik KA og Fram.
Sigurður Hjörtur dæmdi leik KA og Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle vildi víti og uppskar gult spjald.
Kyle vildi víti og uppskar gult spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 67. mínútu, þegar Fram leiddi 1-2 á Greifavellinum gegn KA, fékk Rodri boltann í höndina inn á vítateig KA eftir skalla frá leikmanni Fram. Boltinn var á leiðina inn á markteiginn þegar hann fór augljóslega í hönd spænska miðjumannsins. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, dæmdi ekkert heldur benti í átt að hornfánanum.

Fram uppskar hornspyrnu og Kyle McLagan, leikmaður Fram, fékk gult spjald fyrir mótmæli. Fjallað var um þetta atvik í Innkastinu.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Það vakti athygli að Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, lagði ekkert púður í að benda á þetta atvik í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Rúnar var til viðtals í dag og var hann spurður hvort hann hafi meðvitað ekki minnst á atvikið í viðtalinu eftir leik.

„Ég kvartaði yfir því atviki á augnablikinu sem það gerðist. Fjórði dómarinn gaf mér einhverja skýringu og ég keypti hana bara, var ekki að væla meira yfir því af því það þýðir ekkert að væla meira yfir því," sagði Rúnar.

„Auðvitað verðum við stundum að láta í okkur heyra þegar okkur finnst við eiga eitthvað meira skilið og einhverri klárri vítaspyrnu er sleppt. Við þjálfarar erum líka að reyna vernda dómarana, það er búið að biðja okkur um það, var gert fyrir tímabilið. Við erum fyrirmyndir og við þurfum að passa okkur að vera ekki þeir sem eru að búa til leiðindaumræðu um dómarana. Að sama skapi getum við ekki bara alltaf haldið kjafti og sagt ekki upp neitt, þá geta þeir leyft sér að gera hvað sem er, það þarf aðhald að þeim líka."

„Það er alltaf einhver eftirlitsmaður á hverjum leik sem á að vera þeirra aðhald og gefa þeim einkunnir. Ég vonast til þess að það sé farið yfir þessi mál og menn geti lært."

„Það er enginn dómari eða aðstoðardómari sem leikur sér að því að sleppa hlutum eða gera mistök. Þetta var bara þeirra mat á þessari stundu og ég get engu breytt þó að ég fari að væla og skæla. Svona er þetta bara, auðvitað er þetta sárt og við hefðum getað komist - ef við hefðum fengið víti og ef við hefðum skorað - í 3-1. Það eru mörg ef í þessu, það er ekki þar með sagt að við hefðum skorað."

„Auðvitað er þetta fúlt eftir á en það breytir því ekki að það átti fullt eftir að gerast í leiknum eftir þetta og við þurfum að gera betur. Menn voru ekkert að svekkja sig á því að dómarinn hafi tekið þessa ákvörðun, hann mat þetta svona og aðstoðardómarinn með honum. Það þýðir ekki að svekkja sig á því, því þá fer bara verr,"
sagði Rúnar.

KA kom til baka á lokakaflanum og sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner