Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Viðræðurnar við Fulham hafa verið svo erfiðar"
Joao Palhinha.
Joao Palhinha.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha vill ólmur komast til Bayern München en viðræðurnar við Fulham ganga hægt og illa.

Fulham hefur hafnað nokkrum tilboðum Bayern síðustu tíu daga og er talið að Bayern sé farið að skoða aðra kosti.

Síðasta tilboð Bayern var upp á 45 milljónir evra en Fulham er sagt vilja fá nær 60 milljónum evra.

„Viðræðurnar við Fulham hafa verið svo erfiðar. Við í Þýskalandi trúum ekki því sem Fulham er að gera," segir Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi.

„Joao Palhinha er enn plan A fyrir Fulham en félagið hefur sett skýrar takmarkanir."

Síðasta sumar var Palhinha nálægt því að ganga í raðir Bayern, en hann var mættur til München í læknisskoðun áður en Fulham sleit viðræðum þar sem félagið hafði ekki tíma til að finna mann í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner