Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kek: Bjóst ekki við að komast upp úr riðlinum
Mynd: EPA
Matjaz Kek var himinlifandi eftir að hans mönnum í Slóveníu tókst að gera markalaust jafntefli við England í lokaumferð riðlakeppni EM í kvöld.

Jafnteflið tryggir Slóveníu þriðja sæti C-riðils sem veitir þeim þátttökurétt í 16-liða úrslitum mótsins, þar sem þeir mæta annað hvort Portúgal eða sigurþjóðinni úr E-riðli.

„Ég bjóst ekki við að komast upp úr þessum riðli en við verðskulduðum þetta," sagði Kek að leikslokum. „Við gerðum jafntefli gegn einni af bestu þjóðum mótsins og förum inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Jan (Oblak, markvörður Slóveníu) hafði ekki mikið að gera í þessum leik. Heppnin sem var ekki með okkur gegn Serbíu var með okkur í kvöld."

Slóvenar fóru taplausir í gegnum riðlakeppnina þar sem þeir gerðu þrjú jafntefli, alveg eins og Danir sem fá þó annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner