Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Rossi gerir þriggja ára samning við Roma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Daniele De Rossi er búinn að gera þriggja ára samning við AS Roma eftir að hafa gert góða hluti sem bráðabirgðaþjálfari félagsins í vor.

De Rossi er goðsögn hjá Roma eftir 18 ára dvöl sína þar sem leikmaður, en hann tók við liðinu sem bráðabirgðaþjálfari eftir brottrekstur José Mourinho í janúar á þessu ári.

Roma gerði flotta hluti undir stjórn De Rossi, sem er nýr í þjálfaraheiminum eftir að hafa stýrt SPAL í fjóra mánuði í Serie B deildinni.

De Rossi tók við Roma í níunda sæti í Serie A og endaði liðið í sjötta sæti, auk þess sem hann fór með liðið alla leið í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Bayer Leverkusen hafði betur eftir afar fjöruga viðureign.


Athugasemdir
banner
banner
banner