Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúleg staða í C-riðli - Hvort eru Danir eða Slóvenar í öðru sæti?
Mynd: EPA
Leikum er rétt ólokið í C-riðli Evrópumótsins og verður ansi erfitt að skera úr um hvort Slóvenía eða Danmörk fara áfram sem lið í öðru sæti að öllu óbreyttu.

Eins og staðan er núna, á 90. mínútu leikjanna, eru þjóðirnar tvær jafnar í 2. sæti. Þær eru jafnar á stigum, innbyrðisviðureignum, markatölu og meira að segja á gulum spjöldum.

Til að úrskurða hvor þjóðin fær úthlutað 2. sæti þarf að fara alla leið aftur í undankeppnina og finna út hvoru liðinu gekk betur þar.

Ótrúlegt en satt þá voru Danir og Slóvenar saman í riðli í undankeppninni og enduðu báðar þjóðir með 22 stig.

Þar enduðu Slóvenar með betri markatölu en Danir stóðu sig betur í innbyrðisviðureignum.

Líklegast er að Danir fái því annað sætið eftir að hafa staðið sig betur í innbyrðisviðureignum gegn Slóveníu í fyrra.
Athugasemdir
banner