Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Lærisveinar Heimis spila úrslitaleik við Ekvador
Leikmenn Jamaíka fögnuðu marki gegn Mexíkó sem var dæmt ógilt eftir nánari athugun í VAR herberginu.
Leikmenn Jamaíka fögnuðu marki gegn Mexíkó sem var dæmt ógilt eftir nánari athugun í VAR herberginu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jamaíka mætir til leiks í kvöld til að spila í 2. umferð riðlakeppni Copa América, eftir tap gegn Mexíkó í fyrstu umferð. Hægt verður að sjá leikinn á sportbarnum Ölveri í Glæsibæ.

Jamaíka spilar afar erfiðan úrslitaleik við Ekvador, sem tapaði óvænt gegn Venesúela í fyrstu umferð.

Enner Valencia, fyrirliði Ekvador, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik í tapinu gegn Venesúela, en Ekvador tók forystuna og leiddi 1-0 í leikhlé. Venesúela kom til baka með tveimur mörkum í síðari hálfleik til að vinna afar dýrmætan sigur sem þótti gríðarlega ólíklegur fyrir upphafsflautið.

Valencia verður því ekki með Ekvador gegn Jamaíka í kvöld en Moisés Caicedo, Jeremy Sarmiento og Piero Hincapié verða líklega allir í byrjunarliðinu, ásamt Kendry Páez.

Liðin eigast við í úrslitaleik í kvöld þar sem sigurliðið eykur möguleika sína um að komast í 16-liða úrslitin umtalsvert á meðan tapliðið er slegið úr leik. Jafntefli getur einnig haldið vonum beggja liða á lífi um að komast í 8-liða úrslitin.

Í nótt eigast Venesúela og Mexíkó svo við í toppslag, þar sem sigurliðið getur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Copa America
22:00 Ekvador - Jamaíka
01:00 Venezuela - Mexíkó
Athugasemdir
banner