Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 09:07
Elvar Geir Magnússon
Copa America: Lautaro skaut Argentínu í 8-liða úrslit
Lautaro er með fjögur mörk í síðustu þremur landsleikjum.
Lautaro er með fjögur mörk í síðustu þremur landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Lautaro Martínez leikmaður Inter skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann Síle á Copa America og tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit.

Lautaro er með fjögur mörk í síðustu þremur landsleikjum.

Ríkjandi meistarar Argentínu höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum í New Jersey og átti 22 skot. Þar á meðal átti Lionel Messi skot í fyrri hálfleik sem hafnaði í markrammanum.

Argentína er á toppi A-riðils og er búin að tryggja sér áfram þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Liðið mætir Perú í lokaumferðinni á sunnudag.

Kanada vann sinn fyrsta sigur
Í gærkvöldi vann Kanada sinn fyrsta Copa America sigur með því að leggja Perú 1-0 í steikjandi hita í Kansas.

Miguel Araujo varnarmaður Perú fékk rautt spjald á 59. mínútu og Kanada nýtti sér liðsmuninn stundarfjórðungi síðar þegar Jonathan David, sóknarmaður Lille, skoraði úr fyrsta skoti Kanada á rammann.

Kanada mætir Síle á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner