Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
   þri 25. júní 2024 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Já, þetta var frekar dramatískt," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir sigur á Þór/KA á Akureyri í kvöld. „Þetta var æðislegt hjá okkur í Val að vinna þennan leik. Komnar 1-0 undir en þetta var frábærlega vel klárað hjá okkar stelpum."


Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Valur

„Það var allt svo hægt í fyrri hálfleik og það sama í byrjun seinni hálfleiks, lélegar sendingar, auðvitað hefur grasið eitthvað um það að segja. Þegar við fáum markið á okkur þá kveiknar á okkur," sagði Pétur.

Berglind BJörg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður og jafnaði metin en þetta var fyrsta markið hennar á Íslandi í fjögur ár.

„Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Berglind Björg myndi skora ef hún myndi koma inn á í dag og ég tala nú ekki um Önnu Björk,"  sagði Pétur.

Fanndís Friðriksdóttir kom einnig inn á sem varamaður og lagði upp markið á Berglindi en þær spiluðu saman á sínum tíma hjá Breiðabliki.

„Mér fannst þær tengja rosalega vel saman, það er frábært fyrir okkur," sagði Pétur.

Enginn varamarkvörður var til taks á bekknum hjá Val í kvöld.

„Íris kemur í næsta leik. Það hefur verið smá vesen á þessum leikjum, Anna Úrsula hefur verið að leysa þetta af en hún komst ekki í þennan leik. Við vorum tilbúnar með leikmann ef eitthvað myndi breytast í leiknum," sagði Pétur en hann vildi ekki gefa upp hver það væri.

„Ætla ekki að segja það, þori ekki að segja það," sagði Pétur léttur í bragði.


Athugasemdir
banner
banner