Ruud van Nistelrooy er að snúa aftur til Manchester United og verður hann nýr aðstoðarþjálfari liðsins.
Frá þessu greinir AD í Hollandi en þar segir að Van Nistelrooy sé virkilega spenntur fyrir því að snúa aftur á Old Trafford.
Frá þessu greinir AD í Hollandi en þar segir að Van Nistelrooy sé virkilega spenntur fyrir því að snúa aftur á Old Trafford.
Van Nistelrooy hefur rætt við félög eins og Burnley og Club Brugge um að taka við sem aðalþjálfari, en hann ætlar aftur til United.
Hinn 47 ára gamli Van Nistelrooy stýrði síðast PSV Eindhoven og gerði liðið að hollenskum bikarmeistara. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins.
Van Nistelrooy þekkir Man Utd vel eftir að hafa spilað og skorað mikið fyrir félagið á sínum tíma.
Erik ten Hag stýrir Man Utd áfram á næsta tímabili en hann er eins og Van Nistelrooy frá Hollandi.
Athugasemdir