Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tekur Henry við Wales?
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: EPA
Arsenal goðsögnin Thierry Henry er einn af þeim sem eru sagðir koma til greina sem næsti þjálfari Wales.

Henry er fyrrum stjóri Mónakó og Montreal Impact en hann stýrir nú U21 landsliði Frakklands og býr sig undir að stýra þjóð sinni á Ólympíuleikunum í París í næsta mánuði.

Henry tók þjálfaragráður hjá fótboltasambandi Wales og er með sambönd þar.

Rob Page var rekinn frá Wales síðasta föstudag eftir þriggja og hálfs árs starf en honum mistókst að koma liðinu á EM 2024.

Næsta landsliðsverkefni Wales er Þjóðadeildin í september.
Athugasemdir
banner
banner