Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Færanýtingin ekki nægilega góð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stórveldi Frakklands gerði óvænt jafntefli við Pólland í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins.

Frakkar enda því í öðru sæti D-riðils með fimm stig, eftir sigur gegn Austurríki í fyrstu umferð og jafnteflisleiki við Holland og Pólland.

Þetta þýðir að Frakkar geta mætt Portúgal í 8-liða úrslitum Evrópumótsins, en þeir munu spila við annað sætið úr E-riðli í 16-liða úrslitunum. Þar vonast þeir til að mæta ekki nágrönnum sínum frá Belgíu.

„Við erum ekki pirraðir. Auðvitað vildum við fyrsta sæti riðilsins en við þurftum sigur til að ná því og það hafðist ekki í dag," sagði Deschamps eftir jafnteflið.

„Við spiluðum okkar leik og sköpuðum okkar færi en nýttum þau ekki nógu vel og svo varði markvörðurinn þeirra nokkrum sinnum meistaralega frá okkur.

„Við vildum ná inn öðru marki til að vera með þægilegri forystu en okkur tókst það ekki. Við mættum sterkum andstæðingum."


Deschamps talaði á svipuðum nótum eftir markalaust jafntefli Frakka gegn Hollandi í síðustu umferð, þar sem Frakkar fengu fleiri og betri færi en tókst ekki að skora. Hann segir að færanýtinguna þurfi að laga ef lærisveinar hans vilja komast langt í þessari erfiðu keppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner