Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Calafiori kveikir áhuga Arsenal og Tottenham
Þessi 22 ára örvfætti miðvörður hjálpaði Bologna að komast í Meistaradeildina.
Þessi 22 ára örvfætti miðvörður hjálpaði Bologna að komast í Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Eftir frábært tímabil með Bologna hefur Riccardo Calafiori haldið áfram að skína með ítalska landsliðinu á EM. Hann er sagður hafa kveikt áhuga Lundúnafélaganna Arsenal og Tottenham.

Þessi 22 ára örvfætti miðvörður hjálpaði Bologna að komast í Meistaradeildina og Juventus er meðal félaga sem vilja fá hann.

Juventus náði munnlegu samkomulagi við Calafiori í maí en náði ekki samkomulagi við Bologna um kaupverð. Verðmiði leikmannsins hefur hækkað enn frekar á Evrópumótinu.

Tuttosport segir að ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal og Tottenham hyggist gera tilraun til að fá Calafiori í sumar. Arsenal hafi rætt við umboðsmann hans, Alessandro Lucci, og Tottenham hafi þegar sett sig í samband við Bologna.

Bologna ku vilja fá um 50 milljónir evra fyrir varnarmanninn hæfileikaríka.
Athugasemdir
banner
banner
banner