PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður launahæsti markvörður kvennaboltans
Mary Earps.
Mary Earps.
Mynd: Getty Images
Mary Earps, markvörður Manchester United, er að verða samningslaus og eru núna fréttir um það að hún sé á leið til Frakklands.

Earps, sem hefur varið mark Man Utd frá 2019, er sögð á leið til Paris Saint-Germain.

Þetta kemur fram á Le Parisien.

Sagt er að PSG ætli að gera Earps að launahæsta markverði kvennaboltans.

Man Utd hefur verið í viðræðum við Earps um nýjan samning í langan tíma en aðilarnir tveir hafa ekki náð saman.

Earps er aðalmarkvörður enska landsliðsins og á að baki 50 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner