Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Markalaust í lokaleikjum C-riðils - Danir fá annað sætið
Slóvenar fögnuðu jafnteflinu dátt.
Slóvenar fögnuðu jafnteflinu dátt.
Mynd: EPA
Blendnar tilfinningar hjá stuðningsfólki Dana, sem geta prísað sig sæla að hafa náð öðru sæti riðilsins án þess að sigra leik.
Blendnar tilfinningar hjá stuðningsfólki Dana, sem geta prísað sig sæla að hafa náð öðru sæti riðilsins án þess að sigra leik.
Mynd: EPA
Stjörnum prýtt Englands stendur uppi sem sigurvegari C-riðils Evrópumótsins þrátt fyrir að hafa alls ekki verið sannfærandi í riðlakeppninni.

Englendingar skoruðu tvö mörk í þremur leikjum og nældu sér í fimm stig. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Slóveníu í kvöld þar sem var afar lítið um færi.

Englendingar fengu bestu færin en verðskulduðu ekki að sigra viðureignina.

Svipað var uppi á teningnum þegar Danmörk spilaði við Serbíu en þar lauk leikum einnig með markalausu jafntefli.

Serbar sýndu furðulega lítinn vilja til að sækja gegn Dönum þrátt fyrir að vera vissir um að detta úr leik með tapi.

Danir voru sterkari aðilinn þó að bæði lið hafi fengið tækifæri til að skora.

Niðurstaðan er sú að Danmörk og Slóvenía fara bæði áfram í 16-liða úrslitin en þau enda jöfn á stigum í 2. og 3. sæti riðilsins eftir þrjú jafntefli.

Þjóðirnar enda jafnar á stigum, markatölu, innbyrðisviðureignum og gulum spjöldum. Það þurfti að fara aftur í undankeppnina fyrir EM þar sem Danir höfðu betur í innbyrðisviðureignum gegn Slóvenum í fyrra til að úrskurða um hvort liðið fengi annað sæti riðilsins.

Danir fara því í útsláttarkeppnina sem lið í 2. sæti og gætu Slóvenar því átt erfiðari viðureign framundan í 16-liða úrslitum, þar sem þeir fara áfram sem lið í 3. sæti.

Þetta þýðir að Króatía er úr leik og eiga Ungverjar í hættu á að vera slegnir út annað kvöld.

England 0 - 0 Slóvenía

Danmörk 0 - 0 Serbía

C-Riðill:

1. England 5 stig
2. Danmörk 3 stig
3. Slóvenía 3 stig
4. Serbía 2 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner