Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Köstuðu glösum í Southgate: Sköpuðum virkilega góð færi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gareth Southgate svaraði spurningum eftir markalaust jafntefli Englands gegn Slóveníu í lokaumferð riðlakeppni EM í kvöld.

England endar í toppsæti C-riðils eftir jafnteflið, með fimm stig og aðeins eitt mark fengið á sig. Hluti stuðningsmanna vill þó sjá England gera talsvert betur og er ekki ánægður með hvernig liðið er að spila undir stjórn Southgate.

Southgate hefur fengið mikla gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og hélt hluti stuðningsfólks Englands í Þýskalandi ekki aftur af sér bæði fyrir og eftir lokaflautið gegn Slóveníu.

Margir bauluðu á leikmenn að leikslokum, aðrir hrættu ódæðisorðum í átt að Southgate og enn aðrir köstuðu plastglösum í átt að landsliðsþjálfaranum.

„Ég skil gagnrýnina og ég ætla ekki að forðast hana. Það mikilvægasta er að stuðningsfólkið haldi áfram að styðja við leikmenn. Ég skil gremju stuðningsfólks en það er betra að hún beinist að mér heldur en að leikmönnum. Þetta skapar samt skrýtið andrúmsloft til að starfa í," sagði Southgate.

„Ég hef ekki séð samskonar eiga sér stað hjá neinu öðru landsliði sem hefur komist upp úr riðlakeppninni hingað til."

Southgate var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu.

„Við sköpuðum nokkur virkilega góð færi sem við nýttum því miður ekki, en við vorum virkilega sterkir varnarlega og spiluðum langstærsta hluta leiksins á þeirra vallarhelmingi. Við fundum bara ekki rétta sendingu á réttu augnabliki í kvöld, en ég er mjög ánægður með vinnuframlagið.

„Auðvitað hefðum við viljað skorað nokkur mörk til að gleðja stuðningsmenn en við spiluðum klárlega betur í kvöld heldur en í síðasta leik."


England mætir liði sem endar í þriðja sæti í riðli D, E eða F, þar sem Holland er einn af mögulegum andstæðingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner