Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Lentu í brekku í fjarveru lykilmanna - „Þurfum að laga þennan andlega þátt"
Kennie Chopart er algjör lykilmaður hjá Fram. Hann skoraði bæði mörkin gegn KA en fór af velli snemma í seinni hálfleik og Fram endaði á því að tapa leiknum,
Kennie Chopart er algjör lykilmaður hjá Fram. Hann skoraði bæði mörkin gegn KA en fór af velli snemma í seinni hálfleik og Fram endaði á því að tapa leiknum,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik hefur glímt við meiðsli í baki.
Jannik hefur glímt við meiðsli í baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við lögum ekkert allt í Fram á nokkrum mánuðum'
'Við lögum ekkert allt í Fram á nokkrum mánuðum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FCK er búið að kaupa Viktor Bjarka.
FCK er búið að kaupa Viktor Bjarka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Stefán er á láni frá Lyngby.
Þorri Stefán er á láni frá Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er án sigurs í síðustu sex deildarleikjum og féll auk þess úr bikarnum fyrr í þessum mánuði. Fram tapaði 3-2 gegn KA á útivelli á sunnudag eftir að hafa leitt 2-1 lengi vel. Í síðustu fimm deildarleikjum hefur Fram náð forystu en uppskeran einungis tvö stig.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, í dag.

„Við því miður missum bæði Jannik út eftir fyrstu umferð og Kennie eftir fimm leiki, hann er búinn að missa af fjórum deildarleikjum og bikarleikjum. Þó að við séum með ágætis breidd þá eru mikil gæði sem við missum í þeim tveimur - broddurinn í sóknarleiknum og samvinna Kyle og Kennie og Þorra hefur ekki notið við og við höfum þurft að breyta liðinu mikið."

„Þetta lukkaðist fyrstu leikina eftir meiðslin en svo erum við búnir að eiga mjög slakar vikur, sex deildarleikir þar sem við höfum tekið þrjú stig og erum dottnir úr bikarnum. Í síðustu tveimur leikjum vorum við með yfirhöndina en misstum þá niður,"
segir Rúnar.

„Við lögum ekkert allt í Fram á nokkrum mánuðum, þurfum á okkar allra sterkustu leikmönnum að halda inn á. Við hefðum kannski getað nýtt sjálfstraustið sem við unnum okkur inn í byrjun betur til góðra verka."

„Einhverja hluta vegna þá fórum við að haltra aðeins og missa niður forystu. Á móti FH vorum við 3-0 undir og vorum bara heppnir að ná í stig, sýndum karakter að koma til baka. Að sama skapi er ég ósáttur að missa niður forystu; erum 1-0 yfir gegn ÍA, erum 1-0 yfir gegn HK og töpum þeim leik, erum 1-2 yfir og með þokkalega góð tök gegn KA en missum það niður."

„Við þurfum að laga þennan andlega þátt og reyna bæta gæði liðsins þegar við erum að verjast, vera tilbúnir að leggja á okkur aðeins meiri vinnu."

„Fótbolti er þannig að það þarf ofboðslega lítið að gerast til að góð frammistaða og góður árangur yfir einhvern ákveðinn tíma detti í hina áttina. Þetta er búið að fara aðeins niður á við hjá okkur, en við þurfum að halda áfram."

„Ef við horfum á fyrri umferðina okkar þá held ég að við hefðum alveg sætt okkur við að vera í 7. sæti. En vissulega, miðað við byrjunina, hefðum við vilja vera ofar í töflunni."


Hvernig er staðan á Kennie, Jannik, Viktori og Þorra?
Staðan á Kennie verður tekin á morgun, hann er tæpur fyrir leikinn gegn Vestra á fimmtudag.

„Hann lenti í svakalegri tæklingu, fékk eitthvað högg og í kjölfarið mikil eymsli. Það bólgnaði allt upp í hálfleik. Við vitum ekkert í fyrsta lagi á morgun hvort hann eigi einhvern möguleika á að ná leiknum á fimmtudaginn. Þetta var högg fyrir hann og fyrir okkur, það skiptir okkur miklu máli að hafa hann."

Eins og Rúnar nefndi hefur danski framherjinn Jannik Pohl glímt við meiðsli. Framarar vonuðust eftir því að hann gæti spilað gegn KA en það gekk ekki eftir.

„Það styttist í hann, ekki viss með leikinn gegn Vestra en hann gæti náð næsta leik á eftir."

Tveir efnilegir leikmenn hafa verið í nokkuð stórum hlutverkum í sumar. Það eru þeir Þorri Stefán Þorbjörnsson og Viktor Bjarki Daðason. Hvorugur þeirra var í hóp gegn KA.

„Viktor Bjarki datt illa eftir að hann kom inn á gegn HK. Þorri hefur líka verið meiddur. Hann fór út af í hálfleik gegn FH um daginn, er með beinmar í ökkla og hefur hvílt eftir að hann fór í myndatöku."

„Það kemur í ljós í dag hvort að þeir geti verið með á fimmtudaginn, það er æfing í kvöld. Ég hugsa að Viktor Bjarki geti tekið þátt og vonandi Þorri, en það er meira óljóst."


Eiga eftir að ræða við FCK
Rúnar sagði frá því í viðtali fyrr í þessum mánuði að Framarar ætli að ræða við FC Kaupmannahöfn um að halda Viktori Bjarka lengur á Íslandi en danska félagið keypti hann í vetur og hann fer að öllu óbreyttu til Danmerkur eftir um þrjár vikur.

„Við erum ekki búnir að ræða við FCK. Það bíður betri tíma, viljum gera þetta allt rétt og eiga samtal við leikmanninn líka, svo allir ferlar séu réttir í þessu. Við viljum sjá hvort að FCK hafi áhuga á þessu."

Þarf að ná samningi við Lyngby
Þorri er á láni hjá Fram út tímabilið frá Lyngby. Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net að hugurinn leitaði ekki aftur út til Lyngby. Rúnar var spurður hvort einhverjar viðræður hefðu átt sér stað um kaup á Þorra frá danska félaginu.

„Nei, ekki eins og staðan er núna. Það liggur hjá stjórninni, þeirra sem hafa átt í samskiptum við Lyngby. Við vitum hug Þorra, hann vill koma, en til þess að það gerist þarf að ná samningi við Lyngby."

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Næsti leikur Fram er gegn Vestra á Ísafirði á fimmtudagskvöld.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner