Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Hjulmand: Við náðum okkar markmiði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand var sáttur eftir markalaust jafntefli Dana gegn Serbíu fyrr í kvöld, sem gerði Dönum kleift að enda í öðru sæti C-riðils án þess að vinna leik.

Danir gerðu þrjú jafntefli í þremur leikjum og voru þeir sterkari aðilinn gegn Serbíu í kvöld.

„Við vissum að þetta yrði erfið og tilfinningaþrungin viðureign. Við hefðum mátt skora mark þegar við fengum tækifæri til þess en þegar allt kemur til alls erum við ánægðir með að komast upp úr þessum riðli," sagði Hjulmand að leikslokum. „Þetta var markmiðið fyrir riðlakeppnina."

Danir mæta heimamönnum í Þýskalandi í 16-liða úrslitunum. Þar eigast þjóðirnar við í áhugaverðum nágrannaslag, eftir flotta riðlakeppni hjá Þjóðverjunum sem voru þó nálægt því að enda í öðru sæti A-riðils.

„Við þurfum að leysa vandamál í sóknarleiknum en við erum með gæðin til að gera það. Við erum með svo mikið af gæðamiklum leikmönnum í þessum sóknarstöðum að við verðum að gera betur í næsta leik. Við þurfum að skapa okkur hættulegri tækifæri.

„Við getum verið ánægðir með að komast upp úr riðlinum."


Morten Hjulmand, miðjumaður Dana óskyldur Kasper þjálfara, tók í svipaða strengi.

„Við erum komnir upp úr riðlinum, við náðum öðru sætinu. Auðvitað hefðum við viljað fleiri stig, en markmiðið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því. Þetta var mjög taktísk viðureign, við færðum okkur kannski alltof langt niður á völlinn í síðari hálfleik en niðurstaðan er jákvæð."
Athugasemdir
banner
banner