PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Trent, Vlahovic og Tadic bekkjaðir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
C-riðli Evrópumótsins lýkur með tveimur áhugaverðum úrslitaleikjum í kvöld, þar sem stjörnum prýtt lið Englendinga spilar við Slóveníu á meðan frændur okkar frá Danmörku eiga leik við Serbíu. Öll liðin eiga enn möguleika á að komast upp úr riðlinum, þó að England sé eina þjóðin sem er örugg áfram.

Gareth Southgate gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði Englendinga eftir jafntefli gegn Danmörku í síðustu umferð, þar sem Trent Alexander-Arnold sest á bekkinn. Conor Gallagher tekur stöðu hans á miðjunni.

Tilraun Southgate til að nota Alexander-Arnold á miðjunni hefur verið harðlega gagnrýnd í enskum fjölmiðlum eftir tvo fyrstu leiki mótsins.

England er búið að tryggja sig upp úr riðlakeppninni en þarf sigur til að tryggja toppsæti riðilsins, þó að jafntefli gæti nægt. Slóvenar þurfa helst sigur en jafntefli gæti nægt þeim til að komast í útsláttarkeppnina.

Slóvenar halda sama byrjunarliði og gerði jafntefli við Serbíu, en til samanburðar gera Serbar þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflisleiknum. Serbar þurfa sigur gegn Dönum til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Dusan Tadic, Dusan Vlahovic og Filip Mladenovic detta úr byrjunarliðinu fyrir Lazar Samardzic, Nemanja Gudelj og Srdjan Mijailovic sem koma inn í staðinn.

Danir gera eina breytingu á byrjunarliðinu sem gerði jafntefli við England í síðustu umferð, þar sem Alexander Bah, leikmaður Benfica, kemur inn í liðið fyrir Victor Kristiansen, leikmann Leicester.

England: Pickford, Walker, Stones, Guehi, Trippier, Rice, Gallagher, Bellingham, Saka, Foden, Kane

Slóvenía: Oblak, Karnicnik, Drkusic, Bijol, Janza, Stojanovic, Gnezda Cerin, Elsnik, Mlakar, Sesko, Sporar



Danmörk: Schmeichel, Bah, Andersen, Christensen, Vestergaard, Maehle, Hjulmand, Hojbjerg, Eriksen, Wind, Hojlund

Serbía: Rajkovic, Veljkovic, Milenkovic, Pavlovic, Mijailovic, Ilic, Gudelj, Zivkovic, Samardzic, Lukic, Mitrovic
Athugasemdir
banner
banner