Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 13:30
Fótbolti.net
Metró og Coca-Cola senda vinningshafa á EM í fótbolta
Kristinn Harðarson – viðskiptastjóri Coca-Cola, Rósey Ósk Stefánsdóttir – vinningshafi, Sindri Vestfjörð Gunnarsson – eiginmaður vinningshafa, Adolf Jóhannesson – frá Metró
Kristinn Harðarson – viðskiptastjóri Coca-Cola, Rósey Ósk Stefánsdóttir – vinningshafi, Sindri Vestfjörð Gunnarsson – eiginmaður vinningshafa, Adolf Jóhannesson – frá Metró
Mynd: Coke og Metró

Skyndibitastaðurinn Metró og Coca-Cola sem er einn af styrktaraðilum Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi nú um stundir voru með skemmtilegan EM leik í Maí.

Í boði fyrir þá sem tóku þátt var meðal annars stórkostleg ferð fyrir 2 á leik Albaníu og Spánar sem spilaður var í gær og var allt innifalið í ferðinni, flug, hótel og miðar fyrir 2 á leikinn.

Það var greinilegt á þátttökunni að mikil spenna var fyrir leiknum enda gríðarlegur fjöldi fólks sem tók þátt á báðum Metró stöðum sem staðsettir eru við Smáratorg og Suðurlandsbraut.


Það var mikil gleði sem kom yfir vinningshafann hana Rósey Ósk Stefánsdóttur þegar starfsmenn Coca-Cola höfðu samband við hana og tilkynntu henni að hún hefði fengið þennan glæsilega vinning.

Hún fer þó ekki sjálf í ferðina heldur sendir hún son sinn, Ragnar Bjarka Vestfjörð og föður hans, Sindra Vestfjörð í ferðina og munu þeir án efa skemmta sér vel.

Coca-Cola var svo með sinn eigin EM leik líka þar sem enn fleiri fengu tækifæri til að fara í þessa skemmtilegu ferð. Mörg þúsund manns tóku þátt í leiknum um allt land en að lokum voru það 4 vinningshafar sem unnu ferð fyrir 2 í þeim leik og fóru því samtals 5 heppnir vinningshafar ásamt ferðafélögum þeirra á leik á EM í boði Coca-Cola..

Vinningshafar í þeim leik eru eftirfarandi

Dagný Björg Arnardóttir

Vignir Þór Guðnason

Magnús Edvardson

Alma Pálmadóttir


Athugasemdir
banner
banner
banner