PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide skælbrosandi í München - Mjög vinsæll hjá Dönum
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er greinilega enn vinsæll á meðal stuðningsmanna danska landsliðsins en þeir voru glaðir að sjá hann á EM í Þýskalandi í dag.

Hareide hefur verið að vinna sem sérfræðingur fyrir norska sjónvarpið í kringum EM en hann er núna mættur út til München.

Danmörk mætir Serbíu í München síðar í dag en það ríkir mikil spenna fyrir leiknum.

Hareide var landsliðsþjálfari Danmerkur frá 2016 til 2020 og náði þar góðum árangri. Hann brosti sínu breiðasta þegar stuðningsmenn danska landsliðsins sungu nafn hans hástöfum í dag.

Hægt er að sjá skemmtilegt myndband af þessu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner