Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 20:34
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Sabitzer og Schmid bestir gegn Hollandi
Skorupski hélt Frökkum í skefjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eurosport hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í Evrópumótinu, þar sem lokaumferð D-riðils fór fram með miklum látum.

Austurríki vann óvænt riðilinn eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollandi, þar sem Marcel Sabitzer var valinn sem besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd UEFA.

Eurosport valdi þó liðsfélaga hans Romano Schmid, leikmann Werder Bremen í Þýskalandi, sem besta mann vallarins í dag. Schmid og Sabitzer skoruðu sitthvort markið í sigrinum.

Í einkunnagjöf Eurosport fær Schmid 9 í einkunn á meðan Sabitzer fær 8 fyrir sinn þátt, sem er sama einkunn og Philipp Lienhart og Alexander Prass fá í liði Austurríkis.

Memphis Depay er eini leikmaðurinn í hollenska liðinu sem fær 8 í einkunn á meðan Cody Gakpo fær 7 fyrir sinn þátt, alveg eins og varamennirnir Xavi Simons og Wout Weghorst.

Donyell Malen var versti maður vallarins með 4 í einkunn en hann skoraði fyrsta mark leiksins í eigið mark.

Frakkland endar í öðru sæti riðilsins eftir óvænt jafntefli gegn Póllandi, þar sem tæknileg nefnd UEFA var sammála Eurosport í valinu á besta leikmanni vallarins - markverðinum Lukaz Skorupski.

Skorupski sá við Frökkunum trekk í trekk til að halda Pólverjum í leiknum og urðu lokatölur 1-1 eftir að Kylian Mbappé og Robert Lewandowski skoruðu úr sitthvorri vítaspyrnunni.

Samkvæmt einkunnagjöf Eurosport var Mbappé besti leikmaður Frakka í leiknum með 8 í einkunn og fengu William Saliba og Bradley Barcola 7 fyrir sinn þátt.

Lewandowski fékk einnig 8 í einkunn á meðan flestir liðsfélagar hans fengu 7.

Holland: Verbruggen 5; Geertruida 6, De Vrij 5, Van Dijk 6, Ake 6; Schouten 6, Veerman 6; Malen 4, Reijnders 6, Gakpo 7; Depay 8.
Varamenn: Simons 7, van de Ven 6, Wijnaldum 6, Weghorst 7.

Austurríki: Pentz 7; Posch 7, Lienhart 8, Wober 7, Prass 8; Seiwald 7, Grillitsch 7; Schmid 9, Sabitzer 8, Wimmer 7; Arnautovic 7.
Varamenn: Baumgartner 8, Laimer 6, Querfeld 6, Gregoritsch 6.



Frakkland: Maignan 6, Kounde 6, Upamecano 6, Saliba 7, Hernandez 6, Kante 6, Tchouameni 6, Rabiot 6, Dembele 6, Mbappe 8, Barcola 7.
Varamenn: Fofana 6, Camavinga 6, Griezmann 6, Giroud 6, Kolo Muani 6

Pólland: Skorupski 8, Bednarek 7, Dawidowicz 7, Kiwior 7, Frankowski 6, Syzmanski 7, Zielinski 7, Moder 7, Zalewski 7, Urbanski 7, Lewandowski 8.
Varamenn: Skoras 6, Swiderski 7
Athugasemdir
banner
banner
banner