Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton nálgast samkomulag um Iliman Ndiaye
Iliman Ndiaye kom að 27 mörkum í 52 leikjum með Sheffield United tímabilið 2022-23.
Iliman Ndiaye kom að 27 mörkum í 52 leikjum með Sheffield United tímabilið 2022-23.
Mynd: Getty Images
Everton er að nálgast samkomulag við franska félagið Olympique de Marseille um kaup á sóknarleikmanninum knáa Iliman Ndiaye.

Ndiaye er framherji að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður. Hann gerði frábæra hluti með Sheffield United áður en hann var keyptur til Marseille í fyrrasumar fyrir um 20 milljónir punda.

Sheffield vildi ekki selja Ndiaye en náði að lokum samkomulagi við Marseille.

Ndiaye er 24 ára gamall og á 20 landsleiki að baki fyrir Senegal. Hann spilaði 46 leiki á nýliðnu tímabili hjá Marseille en stóðst ekki væntingar, þar sem hann skoraði aðeins fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Leikmaðurinn skrifar fimm ára samning við Everton en upphæð kaupverðsins er óljós.
Athugasemdir
banner
banner