Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mán 24. júní 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Við hræðumst ekkert“
Alessandro Bastoni.
Alessandro Bastoni.
Mynd: EPA
Ítalski miðvörðurinn Alessandro Bastoni segir að liðið óttist ekkert. Ítalía gæti fallið úr leik á EM ef illa fer gegn Króatíu í kvöld.

Ef Ítalir tapa gegn Króötum og Albanía vinnur óvæntan sigur gegn Spáni endar Ítalía í neðsta sæti riðilsins.

„Það er enginn ótti í fótboltanum. Það er ekki pláss fyrir hræðslu og engin ástæða heldur til að óttast. Ef þú tapar þá ferðu annað hvert í rusl eða rífur þig í gang og reynir að gera betur. Sem betur fer virkar fótboltinn þannig að þú færð alltaf annað tækifæri," segir Bastoni.

Hann sat við hlið Luciano Spalletti, landsliðsþjálfara Ítalíu, á fréttamannafundi.

„Við fáum ekkert út úr því að tala og vera með yfirlýsingar. Við þurfum að láta verkin tala. Við erum alveg meðvitaðir um að við förum heim ef við sækjum ekki úrslit," segir Spalletti.

Lokaumferðin í B-riðli fer fram í kvöld klukkan 19. Ítalía er með þrjú stig eftir tap gegn Spáni í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner