Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 14:23
Elvar Geir Magnússon
Varga myndaður í sjúkrarúminu
Varga á sjúkrahúsinu í góðum félagsskap.
Varga á sjúkrahúsinu í góðum félagsskap.
Mynd: X
Sóknarmaðurinn Barnabas Varga hefur birt mynd af sér frá sjúkrarúminu þar sem hann er í félagsskap frá ungverska landsliðinu og hjá honum er einnig unnusta hans, Laura Skrapits.

Hann er vel bólginn og með rispur í andlitinu eftir að hafa lent í harkalegu samstuði í leik gegn Skotlandi á EM. Ungverjaland vann 1-0 með marki í blálokin en þá var Varga í sjúkrabíl eftir að hafa lent í árekstri við Angus Gunn markvörð Skotlands.

Á samfélagsmiðlum þakkar Skrapits fyrir allar kveðjurnar sem unnusti hennar hefur fengið og segir að hann muni jafna sig fullkomlega.

„Barni fékk heilahristing við áreksturinn og missti meðvitund,“ sagði Gergely Panics, læknir ungverska landsliðsins, í gær.

„Þegar verið var að bera hann upp í sjúkrabílinn komst hann aftur til meðvitundar og var fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Að lokinni skoðun var gerð áætlun varðandi aðgerð. Hann hlaut margvísleg höfuðkúpubrot í andliti, nokkur minni og stærri bein brotnuðu í andliti hans og sum fóru jafnvel úr lið. Eftir aðgerðina verður hann á sjúkrahúsinu í tvo daga. Ef allt gengur upp verður hann útskrifaður á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner