Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðjumaður Watford og Kanada vekur áhuga úr efstu deildum
Mynd: Getty Images
West Ham United, AS Roma og Olympique de Marseille eru meðal félaga sem hafa áhuga á Ismaël Koné, 22 ára miðjumanni Watford og kanadíska landsliðsins.

Koné er spenntur fyrir að skipta um félag þar sem hann vill reyna fyrir sér í einni af efstu deildum evrópska boltans.

Koné spilaði 46 leiki með Watford á síðustu leiktíð og er í byrjunarliði Kanada sem spilar á Copa América um þessar mundir.

Roberto De Zerbi, sem er að taka við Marseille, er sérstaklega mikill aðdáandi leikmannsins - sem á þó fjögur ár eftir af samningi við Watford.

Koné er með 20 landsleiki að baki fyrir Kanada en Watford keypti hann frá Montreal Impact í janúar í fyrra og kostaði hann um 7 milljónir punda.
Athugasemdir
banner