PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kamada gerir tveggja ára samning við Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Daichi Kamada er að ganga til liðs við Crystal Palace á næstu dögum.

Þessi japanski miðjumaður er búinn að samþykkja tveggja ára samning hjá félaginu og kýs að spila í ensku úrvalsdeildinni frekar en að skrifa undir hjá Lazio.

Kamada var lykilmaður í liði Eintracht Frankfurt sem vann Evrópudeildina en rann út á samningi þar í fyrra. Hann gerði þá eins árs samning við Lazio en átti erfitt uppdráttar undir stjórn Maurizio Sarri.

Þegar Sarri var rekinn frá Lazio fékk Kamada stærra hlutverk og reyndist einn af bestu leikmönnum liðsins á lokakafla tímabilsins, þar sem liðið vann sjö af tíu síðustu leikjum sínum og gerði þrjú jafntefli.

Kamada er sóknarsinnaður miðjumaður sem er fenginn til að styrkja hópinn hjá Palace, sem gæti misst lykilmenn frá sér í sumar.
Athugasemdir
banner
banner