Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 09:17
Elvar Geir Magnússon
Leið yfir dómarann vegna hita
Maxime Crepeau markvörður hljóp upp að dómaranum.
Maxime Crepeau markvörður hljóp upp að dómaranum.
Mynd: EPA
Kanada vann 1-0 sigur gegn Perú í Copa America í gærkvöldi.

Leikurinn fór fram í miklum hita á Children's Mercy Park í Kansas City. Hitastigið náði 38 gráðum og rakinn talsverður.

Aðstoðardómarinn Humberto Panjoj frá Gvatemala fékk aðsvif vegna hitans og féll til jarðar í lok fyrri hálfleiks. Maxime Crepeau markvörður Kanada tók eftir þessu og hljóp upp að honum og kallaði eftir aðstoð sjúkrateymis.

Ricardo Fabian Baren Cordova stökk inn og sinnti starfi aðstoðardómara í stað Panjoj í seinni hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner