Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid kaupir Joselu og selur til Al-Gharafa
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Spænski framherjinn Joselu skoraði mikilvæg mörk á láni hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og vildi Carlo Ancelotti halda honum í hlutverki varaskeifu.

Joselu fékk þó gott tilboð frá Al-Gharafa í Sádi-Arabíu sem hann gat ekki hafnað, þar sem félagið bauð honum tveggja ára samning með möguleika á þriðja ári.

Joselu var hjá Real Madrid á láni frá Espanyol, með 1,5 milljón evru kaupmöguleika í samningnum.

Real Madrid nýtir þann möguleika og selur Joselu áfram til Al-Gharafa á sama verði.

Joselu er 34 ára gamall og kom að 20 mörkum í 49 leikjum með Real Madrid á síðustu leiktíð.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.

Joselu á 5 mörk í 12 landsleikjum með Spáni og er í landsliðshópnum sem er að keppa á EM í Þýskalandi þessa dagana.

Hann hefur komið víða við á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, með stoppum hjá Stoke City og Newcastle United í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner