Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Rangnick: Þurfum að halda áfram að spila okkar leikstíl
Mynd: EPA
Ralf Rangnick og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu áttu frábæran leik þegar þeir mættu Hollandi í dag og unnu 3-2 til að tryggja sér toppsæti D-riðils Evrópumótsins.

Austurríki vinnur riðilinn því á undan Frökkum og Hollendingum sem fara þó bæði með áfram í næstu umferð.

„Mér fannst við eiga skilið að sigra þennan leik. Við sýndum meiri sigurvilja og vorum orkumeiri á vellinum. Ég er ótrúlega stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við jöfnunarmörkunum sem við fengum á okkur, við neituðum að gefast upp," sagði Rangnick, en Austurríkismenn þurftu að taka forystuna í þrígang til að sigra.

„Við héldum tryggð við okkar leikstíl og sóttum eins og við mögulega gátum. Það er ótrúlegt að vinna þennan dauðariðil, sem er erfiðasti riðill mótsins.

„Við vorum óheppnir að tapa gegn Frakklandi þar sem sigurmarkið var sjálfsmark en svo gerðum við vel að vinna gegn Póllandi og náðum að afreka eitthvað sérstakt þegar við unnum Holland í dag.

„Við þurfum að halda áfram að spila okkar leikstíl sama hverjum við mætum. Þessi leikur í dag sýndi okkur hversu breiðan og góðan hóp við erum með."


Konrad Laimer, Christopher Baumgartner, Michael Gregoritsch og Andreas Weimann byrjuðu allir á bekknum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner