PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög vilja samherja Óskars úr Sogndal
Óskar er í baráttu við Baidoo um byrjunarliðssæti hjá Sogndal og hefur því fengið lítinn spiltíma í Noregi.
Óskar er í baráttu við Baidoo um byrjunarliðssæti hjá Sogndal og hefur því fengið lítinn spiltíma í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky Sports greinir frá því að nokkur úrvalsdeildarfélög séu að fylgjast náið með framgangi efnilegs tánings sem leikur með Óskari Borgþórssyni í liði Sogndal í Noregi.

Sá heitir Edmund Baidoo og er 18 ára kantmaður frá Gana. Hann hefur verið að gera magnaða hluti með Sogndal í næstefstu deild norska boltans þar sem hann er kominn með 8 mörk og 6 stoðsendingar í 17 leikjum.

Brighton og Nottingham Forest eru nefnd til sögunnar sem áhugasöm en þjálfari Sogndal er enginn annar heldur en Tore Andre Flo, fyrrum framherji Chelsea og norska landsliðsins.

Sky segir að táningurinn sé ekki að flýta sér að skipta um félag. Honum líði vel í Noregi en sé opinn fyrir að skipta um félag fyrir rétt verkefni.

Sogndal er í toppbaráttu í OBOS-deildinni í Noregi, fjórum stigum á eftir toppliði Vålerenga.
Athugasemdir
banner