Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Belgíu nægir jafntefli en Tékkland þarf sigur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Riðlakeppni Evrópumótsins lýkur í kvöld eftir að lokaumferðin spilast í E- og F-riðlum.

Það er gríðarlega mikil spenna í E-riðli þar sem öll liðin eru jöfn með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Leikir dagsins ráða því úrslitum um hvaða lið komast áfram í næstu umferð.

Miklar líkur eru á því að þrjár þjóðir komist upp úr þessum riðli, en það mun ráðast á niðurstöðu leikja kvöldsins.

Slóvakía og Rúmenía eigast við á meðan Úkraína spilar við stjörnum prýtt lið Belgíu.

Liðið sem endar í 2. sæti í E-riðli mætir Frakklandi í 16-liða úrslitum. Sigurlið riðilsins spilar þá við 3. sætið úr C- eða D-riðli og 3. sæti E-riðils mætir annað hvort Englandi eða Spáni.

Þá er einnig mikil spenna í F-riðli, þar sem Portúgal er þó búið að tryggja sér toppsætið.

Tyrkland og Tékkland berjast innbyrðis um 2. sætið, sem Georgía gæti þó reynt að stela með ólíklegum sigri gegn Portúgal.

Portúgal spilar við 3. sætið úr A- eða C-riðli í 16-liða úrslitum á meðan 2. sæti F-riðils mætir Austurríki.

Ef 3. sætið í F-riðli endar með nægilega mikið af stigum til að komast í útsláttarkeppnina þá mætir það Spáni í 16-liða úrslitum.

E-riðill:
16:00 Slóvakía - Rúmenía
16:00 Úkraína - Belgía

F-riðill:
19:00 Tékkland - Tyrkland
19:00 Georgía - Portúgal
Athugasemdir
banner
banner