PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG hafnaði fyrsta tilboði Man Utd
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain hefur hafnað fyrsta tilboði Manchester United í miðjumanninn Manuel Ugarte.

Það er L'Equipe í Frakklandi sem segir frá því. Ekki segir hversu hátt tilboðið var en viðræðurnar eru opnar.

Ugarte er 23 ára Úrúgvæi, varnartengiliður, sem kom við sögu í 37 leikjum með PSG í vetur.

Hann var keyptur frá Sporting síðasta sumar og skrifaði undir samning fram á sumarið 2028. Hann er byrjunarliðsmaður í úrúgvæska landsliðinu og lék allar mínúturnar gegn Panama í 1. umferð riðlakeppninnar á Copa America.

Hinar stöðurnar sem enska félagið vill styrkja eru framherjastaðan og miðvarðarstaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner