PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Belotti kominn til Como (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Como leikur í efstu deild ítalska boltans í fyrsta sinn í 21 ár og var það enginn annar en Cesc Fábregas sem stýrði liðinu upp um deild, þrátt fyrir að vera ekki kominn með þjálfararéttindi frá UEFA.

Walesverjinn Osian Roberts er með UEFA gráðu og var því skráður sem bráðabirgðaþjálfari liðsins á meðan Fábregas var raunverulega við stjórn.

Nú ætlar Como að styrkja leikmannahópinn sinn til að reyna að halda sér í efstu deild, en Thierry Henry og Fábregas eru meðal eigenda félagsins.

Andrea Belotti er kominn til liðsins eftir tvö ár hjá AS Roma. Como borgar 5 milljónir evra fyrir framherjann sem gerði garðinn frægan með Torino en hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár.

Belotti skoraði 10 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 46 leikjum á síðustu leiktíð, þar sem hann lék með Roma á fyrri hluta tímabils og á láni hjá Fiorentina eftir áramót.

Belotti, sem á 12 mörk í 44 landsleikjum með Ítalíu, gerir tveggja ára samning við Como og er fimmti leikmaðurinn til að ganga til liðs við félagið í sumar.

Como er einnig búið að kaupa brasilíska kantmanninn Gabriel Strefezza frá Lecce, austurríska miðjumanninn Matthias Braunöder frá Austria Vín, Peter Kovacik frá Podbrezova og Ben Lhassine Kone frá Torino.

Strefezza og Belotti gætu reynst sérlega mikilvægir á komandi leiktíð í deild þeirra bestu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner